Skoðað hvort málin tengist fyrri árásum

Fyrri tilkynning, um slagsmál við Dubliner, barst lögreglu klukkan 22.22. …
Fyrri tilkynning, um slagsmál við Dubliner, barst lögreglu klukkan 22.22. Tilkynnt var um seinni árásina, fyrir framan skemmtistað í Bankastræti, klukkan 23.08. Samsett mynd

Fjórir menn voru handteknir í tengslum við líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir framan skemmtistaðinn Dubliner annars vegar og í Bankastræti hins vegar á ellefta og tólfta tímanum í gærkvöldi.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Segir hann nú til skoðunar hvort árásirnar tvær tengist fyrri málum. Skoti var hleypt af inni á Dubliner fyrr í þessum mánuði og þrír menn stungnir inni á Bankastræti Club í nóvember.

„Nei, það liggur ekki fyrir og það er eitthvað sem rannsókn málsins mun leiða í ljós – hvort það sé einhver tenging þarna á milli,“ segir hann en talið er að málin tvö tengist.

Fyrri tilkynning, um slagsmál við Dubliner, barst lögreglu klukkan 22.22. Tilkynnt var um seinni árásina, fyrir framan skemmtistað í Bankastræti, klukkan 23.08.

mbl.is