Söfnun til stuðnings fjölskyldu Guðjóns

Maðurinn lést í slysi fyrr í mánuðinum.
Maðurinn lést í slysi fyrr í mánuðinum. mbl.is/Sverrir

Fjársöfnun er hafin til stuðnings fjölskyldu Guðjóns Björnssonar á Syðri-Hömrum sem lést í slysi þann 17. mars síðastliðinn.

„Við finnum öll að þörfin er knýjandi að sýna samhug í verki og því hefur verið hrundið af stað fjársöfnun til stuðnings konu hans og börnunum þeirra þremur,“ segir í tilkynningu á vef Ásahrepps.

Söfnunarreikningurinn er á nafni sr. Halldóru Þorvarðardóttur og eru hún og Ísleifur Jónasson, Kálfholti, ábyrgðarmenn söfnunarinnar.

Upplýsingar um bankareikning:
0308-26-002355
kt. 231159-4449

mbl.is