20 milljónir til þess að styðja við Malaví

Fellibilurinn hefur leitt á þriðja hundrað til dauða í hið …
Fellibilurinn hefur leitt á þriðja hundrað til dauða í hið minnsta og flæmt um 200 þúsund frá heimilum sínum. AFP

Rauði krossinn á Íslandi mun koma til með að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum, að því er segir í fretatilkynningu frá Rauða krossinum.

Fellibylurinn, sem gekk yfir landið þann 13. mars, flæmdi tæplega 200 þúsund manns frá heimilum sínum og olli hundruðum dauðsfalla í þremur Afríkuríkjum.

Styrkurinn renna til Rauða krossins í Malaví, sinnir nú neyðaraðstoð á borð við leit, björgun, dreifingu á mat og varningi og uppsetningu á skjóli fyrir þolendur hamfaranna.

Hlúa að geðheilsu sjálfboðaliðanna

„[Felur styrkurinn] meðal annars í sér að setja upp og reka 437 tímabundnar búðir og að dreifa nauðsynjum eins og tjöldum, eldhúsvörum, moskítónetum og teppum til þolenda, ásamt aðgerðum til að bjóða upp á varanlegar lausnir fyrir þau sem hafa misst heimili sín,“ segir í tilkynningunni.

Þá nær stuðningurinn einnig til starfsemi sem miðar að því að hlúa að geðheilsu sjálfboðaliðanna sem nú taka þátt í neyðarviðbragðinu í Malaví.

„Þeir hafa unnið sleitulaust frá því að neyðarástandið hófst við að bjarga jafningjum sínum og vinum í samfélaginu og standa í sumum tilvikum sjálfir frammi fyrir tjóni.“

Nánar á vef Rauða krossins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert