Kynferðisleg áreitni innan lögreglu til skoðunar

Lögreglustöðin við Hlemm. Mynd úr safni.
Lögreglustöðin við Hlemm. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru til rannsóknar hjá embættinu. Ríkisútvarpið segir frá.

Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Heimildir ríkisútvarpsins herma að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar.

Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill lögreglustjóra, segir að enginn yfirlögregluþjónn hafi verið sendur í leyfi vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert