Páll vill draga „þjófsnauta“ fyrir Landsrétt

Páll Vilhjálmsson.
Páll Vilhjálmsson. mbl.is

Páll Vilhjálmsson bloggri sem var dæmdur sekur um ærumeiðandi ummæli að mati Héraðsdóms Reykjavíkur ætlar að áfrýja dómnum til Landsréttar gefist þess kostur. Segir hann niðurstöðuna hafa komið sér á óvart þar sem fyrrum Kjarnamenn séu „þjófsnautar.“

„Niðurstaðan kemur á óvart. Það sem ég sagði og mér var stefnt fyrir er að tveir sakborningar í alvarlegu refsimáli sem eru byrlun og símastuldur ættu beina eða óbeina aðild að málinu. Dómari kemst að þeirri niðurstöðu að það sé brot á æruvernd. En ef að menn eru sakborningar í máli. Þá eiga þeir aðild að því. Þess vegna er það mótsögn að dæma þetta ómerkt,“ segir Páll. 

Hann bendir á að rannsókn lögreglu beinist m.a. símastuldi. „Blaðamenn Kjarnans fengu efni úr síma Páls Steingrímssonar sem var byrlað. Þannig að þeir eru í það minnsta þjófsnautar. Búið er að sýna fram að símanum var stolið og ef maður er þjófsnautur, þ.e. nýtur ágóða af einhverju broti. Þá á maður aðild,“ segir Páll. 

Hann segist ætla að óska eftir áfrýjun til Landsréttar og muni gera það gefist þess kostur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert