Sinubruninn nálgast gamlan veg

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Eldur logar enn í sinunni sem kviknaði vestan við álverið í Straumsvík í gær.

Að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, er sinubruninn á frekar víðu svæði. Hann nálgast gamlan veg og þá verður notað tækifærið til að reyna að slökkva eldinn.

Hann segir slökkviliðsmenn eiga annars erfitt um vik vegna hrauns, mosa og gjótna.

Settar hafa verið upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu …
Settar hafa verið upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu brunans. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar birtir förum við að sjá meira og taka stöðuna. Svo verður ákveðið í framhaldinu hvernig er best að komast að þessu,“ segir Sigurjón og tekur fram að engin hús séu í hættu. 

Fjórir slökkviliðsmenn voru að störfum á svæðinu fyrripart nætur en þeir voru orðnir tveir undir morgun.

mbl.is