Í viðbragðsstöðu ef eldur blossar upp að nýju

Talið er að svæðið sem hef­ur brunnið síðan í gær …
Talið er að svæðið sem hef­ur brunnið síðan í gær nái lík­lega um einn til einn og hálf­an kíló­metra í suður og sé um 100 til 200 metra breitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var ekki með neina sérstaka vakt við sinubrunasvæðið í nágrenni við Straumsvík í nótt. 

Að sögn varðstjóra hefur tekist að slökkva eldinn, en slökkviliðið fylgist þó með og sé í viðbragðsstöðu ef eldurinn skyldi blossa upp að nýju. 

„Þetta er búið að okkar hálfu,“ segir hann. 

Talið er að svæðið sem hef­ur brunnið síðan í gær nái lík­lega um einn til einn og hálf­an kíló­metra í suður og sé um 100 til 200 metra breitt.

mbl.is