Kveðjumessan á boðunardegi Maríu

Dr. Sigurður Árni Þórðarson lætur af opinberum störfum og kveður …
Dr. Sigurður Árni Þórðarson lætur af opinberum störfum og kveður söfnuð Hallgrímskirkju í messu á morgun, sunnudaginn 26. mars, klukkan 11. Ljósmynd/sigurdurarni.is

Dr. Sigurður Árni Þórðarson lætur af opinberum störfum og kveður söfnuð Hallgrímskirkju í messu á morgun, sunnudaginn 26. mars, klukkan 11.

„Ég tók sjálfur þessa ákvörðun um að hætta til þess að eiga tíma fyrir sjálfan mig. Ég er aktívisti og hef gaman að því að læra og opna og skynja og upplifa,“ segir sr. Sigurður Árni.

„Mig langaði til að verða betri í því sem ég hef verið að vinna með sem er meðal annars að vinna með orð, svo ég skráði mig í meistaranám í skapandi skrifum eða ritlist í Háskóla Íslands.“

Menn spyrja: „Af hverju í ósköpunum ætlar þú að gera það? Ertu ekki svo góður að skrifa?“ En ef maður er góður í einhverju þá veit maður líka hvar veilurnar eru,“ segir hann.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert