Snjókomu spáð í nótt

Í nótt kemur lægð með snjókomu og vaxandi vind við …
Í nótt kemur lægð með snjókomu og vaxandi vind við suðurströndina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð norðaustlægri norðaustlæg átt 5-10  m/s  í dag með éljum norðan- og austantil. Bjart að mestu sunnan- og suðvestanlands en líkur á stöku éljum á Suðurlandi í kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að frost verður víða 1 til 8 stig en hiti yfir frostmarki við suður- og suðvesturströndina að deginum.

Í nótt kemur lægð með snjókomu og vaxandi vind við suðurströndina.

Á morgun verður breytileg átt, víða 10-18 m/s með snjókomu en þurrt að kalla á Suðvesturlandi.

Hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands en þar bætist í vind og fer að snjóa um kvöldleytið. Það gæti snjóað hressilega á Suðurlandi og Suðausturlandi og því er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með spánum og ástandi á vegum. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is