Byggja einn stærsta leikskóla landsins

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli verður afhentur sveitarfélaginu í maí.
Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli verður afhentur sveitarfélaginu í maí. Tölvuteikning/Onno ehf

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Suðurlandi á undanförnum árum. Hvolsvöllur er þar engin undantekning og er nýr miðbær í mót­un.

Íbúum hef­ur fjölgað umtalsvert en lengi vel bjuggu um 1.700 íbú­ar á svæðinu. Í fyrsta skipti síðasta haust taldi svæðið yfir 2.000 íbúa.

Leikskólinn Aldan verður einn stærsti leikskóli landsins.
Leikskólinn Aldan verður einn stærsti leikskóli landsins. Tölvuteikning/Onno ehf
Leikskólinn mun rúma 160 börn á átta deildum.
Leikskólinn mun rúma 160 börn á átta deildum. Tölvuteikning/Onno ehf

Átta deildir

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri á Hvolsvelli, segir uppbyggingu innviða þurfa að fylgja og að í byggingu sé einn stærsti leikskóli landsins.

Leikskólinn er hannaður af P Ark teiknistofu í Reykjavík.

„Leikskólinn mun bera átta deildir og hafa pláss fyrir 160 börn. Hann er svo byggður með stækkunarmöguleika upp í tíu deildir en í dag erum við með rúmlega 100 leikskólabörn,“ segir Anton Kári.

„Við fáum skólann afhentan í maí og það er allt á áætlun. Hann hefur hlotið nafnið Leikskólinn Aldan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert