Krakkar á Tjörninni fengu tiltal

Tjörnin í miðborg Reykjavíkur.
Tjörnin í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni var tilkynnt um börn að leik á ís á Tjörninni í miðborg Reykjavíkur í dag. Veitti hún þeim tiltal, að því er segir í dagbók lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu.

Þar kemur einnig fram að manni með skurð á hendi í miðborginni hafi verið veitt aðstoð.

Vart hafi orðið við heimilisófrið í Hlíðunum og óvelkominn mann í heimahúsi í Vesturbænum.

mbl.is