Lægðin hreyfist til austurs í dag

Gular viðvaranir eru í gildi.
Gular viðvaranir eru í gildi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smálægð sem liggur við suðvesturströndina hreyfist til austurs í dag. Hún veldur snjókomu um landið sunnanvert fyrripart dagsins og á Norður- og Austurlandi seinnipartinn.

Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, á Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna hríða og því hvasst þar. Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegunum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í dag er spáð austlægri eða breytileg átt í dag 5-13 m/s, hvassast norðvestantil en gengur í suðaustan 13-18 á Suðausturlandi eftir hádegi. Svo snýst í norðvestan 8-15 vestantil á landinu með stöku éljum.

Frost verður yfirleitt 0 til 8 en um frostmark við suðurströndina yfir daginn. Hvessir á Austfjörðum í nótt.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert