Stuðningur ríkis við skák í endurskoðun

Unnið er að því að endurskoða fyrirkomulag styrkveitinga ríkisins til …
Unnið er að því að endurskoða fyrirkomulag styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Unnið er að því að endurskoða fyrirkomulag styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. 

Að ósk Ásmundar Einars Daðasonar, sem fer með menntamál í ríkisstjórninni, hefur Skáksamband Íslands mótað heildstæðar tillögur á þessu sviði og liggja þær nú fyrir í stórum dráttum.

33 milljónir til stórmeistara

Núverandi stuðningur stjórnvalda er í höfuðatriðum þríþættur. Í fyrsta lagi árlegt framlag til Launasjóðs stórmeistara til að fremstu skákmenn þjóðarinnar geti helgað sig skáklistinni, rúmar 33 milljónir króna.

Í öðru lagi framlag til Skákskóla Íslands sem nam um 11 milljónum króna í fyrra.

Loks rekstrarframlag til Skáksambandsins sem í fyrra nam tæpum 27 milljónum króna.

Samanlagt eru þetta rúmar 70 milljónir króna úr ríkiskassanum. Þessu til viðbótar nýtur Skáksambandið stundum sérstakra styrkja vegna einstakra viðburða.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »