70 manns munu bíða átekta á Egilsstöðum

Þrjú snjóflóð féllu í morgun.
Þrjú snjóflóð féllu í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Um 70 björgunarsveitar- og lögreglumenn fljúga nú til Egilsstaða og bíða þar áttekta ef á þarf að halda í Neskaupstað þar sem þrjú snjóflóð féllu í morgun.

Fyrsta flóðið féll klukkan sex í morgun utan byggðar og rétt um sjö féll annað flóð og urðu hús í vegi þess. Þriðja flóðið féll úr Bakkagili.

„Ef þörf verður á verður þetta fólk flutt með þyrlunni yfir í Neskaupstað. Enn er þetta svolítið óljóst hvernig þetta verður. Það er hins vegar ólíklegt að hægt verði að fara landleiðina inn á firði eins og staðan er nákvæmlega núna,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært um Fagradal en til stendur að taka stöðuna um fjögurleytið í dag með það fyrir sjónum að ryðja veginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert