Að minnsta kosti þrjú snjóflóð fallið

Frá Neskaupstað í morgun.
Frá Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið í Neskaupstað í nótt og í morgun. Þetta staðfestir Magni Hreinn Jónsson, fagstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Þriðja flóðið sást um áttaleytið í morgun. Neyðarstigi Al­manna­varna hef­ur verið lýst yfir í Nes­kaupstað. 

Þar sem fyrstu tvö flóðin féllu í nótt og morgun.
Þar sem fyrstu tvö flóðin féllu í nótt og morgun. Kort/mbl.is

„Það er augljós snjóflóðahætta í fjallinu og vitað um þessi þrjú snjóflóð,“ segir hann og bætir við að líklegt þyki að fleiri flóð hafi fallið. 

Skyggnið er slæmt á svæðinu en Magni segir að veðrið fari skánandi um og eftir hádegi. 

„En það er úrkoma og vindur þarna alveg fram á kvöld.“ 

mbl.is