Dregur úr vindi eftir hádegi

Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.
Frost verður á bilinu 0 til 8 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður norðlæg átt í dag, víða 5-13 m/s en 13-20 m/s um suðaustanvert landið.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að spáð sé éljum fyrir norðan, snjókomu austan til og skafrenningi á Suðausturlandi og því sé enn varasamt ferðaveður á þessum slóðum. Yfirleitt verði þó bjart suðvestan til.

Þá dregur hægt úr vindi eftir hádegi og úr úrkomu seinnipartinn. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig en rétt yfir frostmarki við suður- og suðvesturströndina yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert