„Engir jakkafatakarlar í fýlu“ í Hörpu

Stemningin var óformlegri en oft áður í Hörpu í dag þegar 520 unglingar í 9. bekk í grunnskólum austurhluta borgarinnar mættu á unglingaþing í Silfurbergi. 

Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan voru bara hressir unglingar tilbúnir til að ræða ýmis mál sem snúa að unglingamenningu og samskiptum í samfélaginu. 

„Þetta er ekkert endilega svona formlegt, og svona pappír og einhver gæi í jakkafötum með bindi og í fýlu. Þetta er bara svona lauslegt og ágætlega skemmtilegt,“ sagði einn viðmælenda mbl.is í dag. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar héldu erindi og voru til samtals um margar myndir ofbeldis, fjölbreytileikann, mörk, samskipti, virðingu, umburðarlyndi og viðurlög. 

Austurmiðstöð sem sinnir skóla- og frístundaþjónustu og velferðarþjónustu í austurhluta Reykjavíkur skipulagði þingið sem Lýðheilsusjóður Reykjavíkurborgar styrkti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert