Tveggja og hálfs árs dómur fyrir ítrekuð brot

Að mati dómsins þóttu ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.
Að mati dómsins þóttu ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa margítrekað ekið bifreið sviptur ökurétti, þar af nokkrum sinnum undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk slævandi lyfja og eitt sinn yfir óbrotna miðlínu. 

Vildu þyngri refsingu en maðurinn meðferð

Landsréttur staðfesti í málinu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti haft í vörslum sínum ávana- og fíkniefni.

Með áfrýjun málsins vildi maðurinn að refsing héraðsdóms yrði milduð eða honum gert að sæta meðferð í stað fangelsisvistar. Ákæruvaldið vildi hins vegar að refsing mannsins yrði þyngd.

13 refsidómar frá árinu 1997

Hluti brota mannsins bætast við sem hegningarauki, en auk þess var hluti þeirra brot á skilorði fyrri dóms yfir manninum. Á maðurinn brotasögu frá árinu 1997 og hefur frá þeim tíma hlotið 13 refsidóma, meðal annars fyrir brot gegn umferðarlögum, almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Síðast hlaut hann níu mánaða dóm í janúar 2021.

Maðurinn var samtals ákærður í fimmtán liðum í þetta skiptið og játaði hann skýlaust brot sín. Voru níu brotanna framin áður en dómurinn í janúar 2021 féll og bætist það því við sem hegningarauki við fyrri dóm hans. Seinni sex brotin voru hins vegar framin eftir dómsuppkvaðningu þess dóms og flokkast þau því sem brot á skilorði.

Í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudag kemur fram að ekki hafi þótt efni til að skilorðsbinda refsinguna auk þess sem áréttuð var ævilöng svipting ökuréttar. Þá 

Þá voru gerð upptæk lyf og ávana- og fíkniefni sem maðurinn hafði haft í vörslum sínum.

mbl.is