Hundar og menn í startholunum

Viðbragðsaðilar voru að gera allt klárt á Egilsstöðum nú í …
Viðbragðsaðilar voru að gera allt klárt á Egilsstöðum nú í kvöld þaðan sem aðgerðum er stjórnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitarmenn og hundar voru í viðbragðsstöðu þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is komu til Egilsstaða nú í kvöld.

Verið er að flytja viðbragðsaðila til Neskaupsstaðar nú í kvöld en varðskipið Þór er komið á Austfirði og mun flytja menn og vistir. Þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðinu í nótt. 

mbl.is