Lögregla leitar að eiganda fjármunanna

Lögreglu barst peningar í óskilum og leitar nú að eigandanum. …
Lögreglu barst peningar í óskilum og leitar nú að eigandanum. Í tilkynningunni er upphæðin sögð „skipta flesta máli“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiðarlegur borgari fann reiðufé í verslun í Mosfellsbæ í seinustu viku og kom því í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Um heldur myndarlega fjárhæð er að ræða og leitar lögreglan nú eftir eiganda peninganna.

Lögregla vonar að hægt sé að koma peningunum í réttar hendur en verður beðinn um staðfestingu á eignarhaldi, eins og algengt er í slíkum málum.

Fyrirspurnir um peningana má senda með tölvupóst á oskilamunir@lhr.is.

mbl.is