Rýma fleiri hús í varúðarskyni

Snjóflóðahætta er á Seyðisfirði.
Snjóflóðahætta er á Seyðisfirði. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma fleiri hús í Neskaupstað í varúðarskyni.

„Það svæði sem ákveðið hefur verið að rýma er að hluta fyrir neðan varnargarða, en það svæði er rýmt engu að síður vegna þess að snjór er léttur, ef annað flóð fellur á garðinn er möguleiki á að eitthvað gæti lekið yfir garðinn sökum léttleika snævar,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Þá segir að ekki sé talin hætta á að flóð valdi skemmdum neðan garða heldur sé um varúðarráðstöfun að ræða. 

Ekki vitað hvort flóð hafi fallið á Seyðisfjörð

Björgunarfólk í Neskaupstað og á Seyðisfirði vinnur nú að rýmingu.

Í tilkynningu segir að það sé orðið ljóst að ekki hafi orðið manntjón í Neskaupstað þar sem flóðið lenti á húsum í morgun.

Á Seyðisfirði er snjóflóðahætta, en ekki er vitað til þess að flóð hafi fallið. Þar hefur verið ákveðið að rýma hús á hættusvæði, sjá að neðan.

Þau hús sem ákveðið hefur verið að rýma í Neskaupstað eru eftirfarandi: 

Strandgata 20,43,44,45,62 og 79

Urðarteigur 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37a

Naustahvammur 20,45 og 48

Vindheimanaust 5, 7 og 8

Borgarnaust 6-8

Hafnarnaust 5

Naustahvammur 52, 54, 57, 67, 69 og 76

Hlíðargata 16a,18,22,24,26,28,32,34

Blómsturvellir 11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,43,45,47,49

Víðimýri 1,3,5,7,9,11,13,16,17,18

Gauksmýri 1-4,5,6

Hrafnsmýri 1,2,,3-6

Starmýri 1, 17-19 og 21-23

Breiðablik 11

Gilsbakki 1,3,5,7,9,11,13,14

Mýrargata 9,11,13,15,17-21,23,25,26,28a,28b, 29,31,33,35,37,41

Nesbakki 2,4,5,6,8,10,12-17, 19-21

Lyngbakki 1,3,og 5

Marbakki 5, 7-14

Sæbakki 11,13,15,18,22,24,26,28,32


Þau hús sem ákveðið hefur verið að rýma á Seyðisfirði eru eftirfarandi: 

Gilsbakki 1 Hamrabakki 8–12

Fjarðargata 1 Fjörður 1, 4 og 6 Ránargata 2

Ránargata 2a, 2c, 4, 8, 9 (farfuglaheimili), 11, 13 og 15

Ránargata 17 og 23 Vestdalseyrarvegur 2

Strandarvegur 27, 29–33, 35

Strandarvegur 15–19, 21 og 23

Hafnargata 52a Strandarvegur 1–11

Hafnargata 35–37, 41, 42, 42b, 44, 44b, 46 og 47

Snjóflóð í Neskaupstað.
Snjóflóð í Neskaupstað. Kort/mbl.is
Frá Neskaupstað í morgun.
Frá Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert