Rýmingu lokið á Seyðisfirði

Frá Neskaupstað í morgun.
Frá Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Rýmingu er lokið á Seyðisfirði vegna snjóflóðhættu og er hún jafnframt langt komin í Neskaupstað þar sem snjóflóð féllu í morgun.

Björgunarsveitarmenn hafa gengið hús úr húsi og brátt hafa þeir lokið við að fara í öll hús, að sögn lögreglunnar á Austurlandi.

Þeir sem ekki hafa verið heimsóttir eru beðnir um að bíða átekta á heimilum sínum.

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Pétur Kristjánsson
mbl.is