Snjóflóð féll á hús á Seyðisfirði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjóflóð féll á hús á Seyðisfirði í dag. Búið var að rýma svæðið í kringum húsið þegar flóðið féll og því var enginn inni í húsinu á þeim tíma. Skemmdir urðu á húsinu. 

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands fékk fregnir af flóðinu síðdegis í dag. Flóðið féll úr Bjólfsöxl og segir á vef Veðurstofunnar að það hafi verið 3 að stærð.

Óvíst er hvenær flóðið féll nákvæmlega, en ummerki um það sáust fyrst í dag þegar fór að rofa til. Skyggni hefur verið lítið á svæðinu í dag. 

Óvíst er hversu miklar skemmdir urðu á húsinu er eftir snjóflóðið.

Hér má sjá hvar flóðið féll.
Hér má sjá hvar flóðið féll. Kort/Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert