Spítalinn að öllum líkindum ekki rýmdur

Búið er að rýma á annað hundrað heim­ila í Nes­kaupstað, …
Búið er að rýma á annað hundrað heim­ila í Nes­kaupstað, Seyðis­firði og á Eskif­irði vegna snjóflóða. Ljósmynd/Landsbjörg

Ekki er útlit fyrir að umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað verði rýmt vegna snjóflóðahættu. Þetta segir Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar á Austurlandi, í samtali við mbl.is.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði við mbl.is fyrr í dag að mögulegt væri að einhver hluti spítalans yrði rýmdur en fjölmörg hús á svæðinu hafa þegar verið rýmd.

Rýmingaráætlunin hefur verið gerð til vonar og vara en Guðjón segir ólíklegt að þörf sé á rýmingu húsnæðisins eins og staðan er nú. „Það er metið þannig að það sé ekki þörf á því eins og sakir standa,“ segir hann.

Um 500 manns hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna snjóflóðahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert