Sumarbústöðunum fylgir aukin hætta

Sinubruni varð við Straumsvík á fimmtudaginn og höfðu slökkviliðsmenn sig …
Sinubruni varð við Straumsvík á fimmtudaginn og höfðu slökkviliðsmenn sig alla við að slökkva eldinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eftir því sem sauðfjárbeit hefur minnkað í landinu þá er bara meiri gróður. Veðurfar fer hlýnandi og það er meiri gróska og þá verður meiri sina,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Tilefnið er námskeið um brunavarnir á skógarsvæðum, sem haldið verður laugardaginn 1. apríl í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Námskeiðið er á vegum Skógræktarinnar, Brunavarna Árnessýslu, Garðyrkjuskólans FSU og Verkís.

Sinubruni varð við Straumsvík á fimmtudaginn og höfðu slökkviliðsmenn sig alla við að slökkva eldinn. Eldurinn kviknaði út frá kúlublysi sem nemandi úr Menntaskólanum í Kópavogi tendraði í fjöruferð á vegum skólans. Spurður hvort námskeiðið hafi verið skipulagt í kjölfar brunans segir Pétur svo ekki vera, en að eldsvoðinn hafi vissulega undirstrikað mikilvægi brunavarnafræðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »