Tugir björgunarsveitarmanna að störfum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Landsbjörg

Einhverjir tugir björgunarsveitarmanna eru nú að störfum í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að björgunarsveitarmenn gangi nú í hús og vinni að rýmingu.

Vega­gerðin er að ryðja Fagra­dal til þess að fleiri björg­un­ar­sveit­ir komist á svæðið og þá verður varðskipið Þór sent aust­ur til að vera til taks. 

Jón Þór segir að enn sem komið er séu engar aðrar björgunarsveitir komnar í Neskaupstað en fólk sé í viðbragsstöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert