Uppbygging í lamasessi vegna heitavatnsskorts

Ekki er mögulegt að fá heitt vatn í atvinnuhúsnæði í …
Ekki er mögulegt að fá heitt vatn í atvinnuhúsnæði í Húnabyggð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

Atvinnuhúsnæði í Húnabyggð fær ekki heitt vatn og er því viðbúið að atvinnuuppbygging verði torveld að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps, um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja, sé í raun komið virkjanastopp á Íslandi.

Hann rifjar upp að raforkufyrirtækið RARIK hafi fest kaup á Hitaveitu Blönduóss árið 2005 en á þeim tíma hafi ráðamenn litið svo á að starfsemi RARIK á Blönduósi yrði efld. Síðan þá hafi starfsmönnum RARIK á Blönduósi fækkað um u.þ.b. helming.

„Því miður virðist ekki vera forgangsatriði hjá RARIK að afla meira af heitu vatni fyrir svæðið. Það ríkir hálfgert samskipta- og upplýsingaleysi. Það er ekkert upplýsingaflæði frá RARIK. Við vitum ekki hvenær þeir ætla að bora aftur eða gera eitthvað til þess að reyna að tryggja öryggi á þessari orku fyrir svæðið. Við höfum enga tímalínu og ég er ekki einu sinni viss um að þeir hafi hana sjálfir,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert