Vindmyllur bila oft í Færeyjum

Erfiðleikar hafa verið í rekstri vindrafstöðva í Færeyjum.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri vindrafstöðva í Færeyjum. Ljósmynd/Zephyr Iceland

Erfiðleikar hafa verið í rekstri vindrafstöðva í Færeyjum. Þær hafa bilað oft á ákveðnum svæðum og svo dýrt er að gera við þær að það kostar í sumum tilvikum meira en að kaupa nýjar. Sérstaklega rammt kvað að þessu í óveðri sem gekk yfir Færeyjar í byrjun febrúar. Þá biluðu margar myllur. Samkvæmt frétt í sjónvarpi Færeyinga virðist einhver hönnunargalli vera í túrbínunum en einnig kann salt og rakt loft að hafa átt þátt í að þær stöðvuðust.

Umræddar vindrafstöðvar standa hátt í Neshaga og Húsahaga en virðast sjálfar ekki háar eða stórar um sig, af myndum að dæma. Hins vegar var rokið mikið og því fylgdi úrhellisrigning. Rafmagnslaust varð á stórum svæðum og talsvert tjón á mannvirkjum. Fólki var ráðlagt að vera ekki á ferðinni.

Þess má geta að vindorka er orðinn helsti orkugjafi Færeyinga og hefur leyst dísilrafstöðvar af hólmi að töluverðum hluta.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert