Áfram viðbúnaður og bætir í snjó

Ljósmynd/Landsbjörg

„Það má alveg búast við því að það þurfi að viðhafa töluverðan viðbúnað áfram,“ segir Magni Hreinn Jónsson, fagstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Ekki hafa sést nein snjóflóð til viðbótar við þau sem féllu í gær. 

Neyðarstig er í gildi í Neskaupstað vegna snjóflóða og segir Magni að það megi búast við því að það verði í gildi áfram miðað við veðurspánna. 

Að sögn Magna ætti að vera að mestu úrkomulaust í dag en búast megi við éljagangi á morgun og töluverðri úrkomu fram á föstudag. 

Hann segir að ekki sé útlit fyrir að snjór minnki, „það er bara útlit fyrir að það bæti við“.

Magni segir að flóðin sem féllu í gær hafi verið mynduð og skoðuð ásamt öðrum farvegum. Dagurinn í dag verði nýttur til að skoða þau enn frekar. 

mbl.is