„Ég ákvað bara að sprella svolítið“

Samsett mynd

Ólafur Torfason var maðurinn sem stóð að baki myndskeiðinu sem birtist á á sam­fé­lags­miðlum sem sýndi karl­mann við hraðbanka Lands­bank­ans, en þar áttu að standa skila­boð þar sem tekið var fram að fjöl­miðlakon­an Edda Falak hefði aldrei starfað í Lands­bank­an­um.

Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni sagði hann að einungis hafi verið um grín hafi verið að ræða. 

„Ég ákvað bara að sprella svolítið,“ sagði hann en Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í kjölfar myndskeiðsins þar sem sagði að um­rætt mynd­skeið væri falsað og að slík­ur texti hafi aldrei birst í hraðbanka Lands­bank­ans.

Ólafur sagðist hafa útbúið myndina í forriti en gert þau mistök að gera myndina of raunverulega. 

Hann sagði að um falsfrétt hafi verið að ræða sem var gerð í góðu gríni. 

Miðilinn Fréttin sagði fyrst frá myndskeiðinu og sagði Ólafur að Fréttin hefði mátt hafa samband við hann áður en frétt var skrifuð um myndskeiðið. 

Ólafur sagði Landsbankann hafa brugðist skilvirkt og rétt við gríninu. 

mbl.is