Gul viðvörun tekur gildi í kvöld

Vindaspá rétt fyrir klukkan 6 í fyrramálið.
Vindaspá rétt fyrir klukkan 6 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi klukkan 22 í kvöld á Suðurlandi og Suðausturlandi. 

Viðvörunin gildir til klukkan 11 í fyrramálið og segir á vef Veðurstofunnar að það megi búast við snjókomu eða skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Á Suðurlandi verður austanátt 18-25 m/s undir Eyjafjöllum með mjög snörpum vindhviðum, en hægari vindur verður annars staðar á svæðinu.

Á Suðausturlandi verður austanátt 15-23 m/s með snörpum vindhviðum og hvassast verður vestan Öræfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert