Lyftarinn stóð í ljósum logum

Lyftarinn stóð í ljósum logum þegar slökkvilið mætti á svæðið.
Lyftarinn stóð í ljósum logum þegar slökkvilið mætti á svæðið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eldur kom upp í skotbómulyftara við bílapartasöluna Austurhlíð á Akureyri á sjöunda tímanum í kvöld. 

Slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um brunann klukkan 18.51 en þegar slökkvilið mætti á vettvang stóð lyftarinn í ljósum logum.

Aðgerðir gengu vel fyrir sig samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins og varð ekkert annað ökutæki eldinum að bráð.

Rúður í húsnæði við hliðina á lyftaranum sprungu aftur á móti og mátti litlu muna að eldur næði að læsa sig í bygginguna, að sögn slökkviliðs. Eldsupptökin eru óljós.

Þetta mun vera þriðji ökutækjabruninn í kvöld.

Bruninn varð á bílaplani bílapartasölunnar Austurhlíðar.
Bruninn varð á bílaplani bílapartasölunnar Austurhlíðar. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert