Mikill eldur í skúrnum þegar slökkviliðið kom að

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði í tengiltvinnbíl í bílskúr í Hólahverfinu í kvöld. Tilkynning barst slökkviliðinu laust fyrir klukkan sjö og er nú búið að slökkva eldinn.

Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Mikill eldur var í skúrnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bílskúrinn var ekki samtengdur öðru húsnæði og náði eldurinn því ekki að dreifa úr sér.

Vinna er nú hafin við að koma bílnum út úr skúrnum. Jónas kvaðst ekki vera með upplýsingar um tjónið en taldi þó líklegt að um altjón á skúr og bíl væri að ræða.

Lögregla er að hefja frumrannsókn á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert