Skóla­hald áfram skert á morgun

Skólahald mun þó halda áfram víða í Fjarðabyggð.
Skólahald mun þó halda áfram víða í Fjarðabyggð. mbl.is/Eggert

Skólahald fellur niður víða í Fjarðabyggð á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Ljóst er að skólahald fellur niður í leik-, grunn- og tónskóla í Neskaupstað ásamt Verkmenntaskóla Austurlands. Þá fellur skólahald niður á leikskólanum Dalborg, að Dalbraut á Eskifirði en snillingadeild leikskólans sem starfar í Eskifjarðaskóla verður enn opin.

Víðtækar rýmingar eru enn í gildi á þessum stöðum, sem ljóst er að hefur áhrif á starfsemi þessara stofnanna.

Skólahald í leik-, grunn- og tónskólum verður með hefðbundnum hætti á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, ásamt Eskifjarðarskóla. 

mbl.is