Snjóflóð féll fyrr í dag yfir veginn sem liggur um Fagradal. Flóðið er 60 metra breitt og tveggja metra djúpt og féll undir Grænafelli.
Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands við mbl.is
Vegurinn hefur verið lokaður í dag og í gær vegna færðar og hættuástands vegna snjóflóða.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.