Sveitarfélög ýmist fagna eða mótmæla

Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar breytingunum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar breytingunum.

Sveitarstjórnarmenn skiptast í andstæðar fylkingar í afstöðu til þeirra gagngeru breytinga sem boðaðar eru á regluverki og úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í seinustu viku að forsvarsmenn nokkurra af minnstu sveitarfélögunum gagnrýndu breytingarnar sem fram koma í frumvarpsdrögum innviðaráðherra og skýrslu starfshóps sem drögin eru byggð á. Segja þeir að framlög til umræddra sveitarfélaga myndu minnka verulega.

Í ljós kemur bæði í ályktunum og umsögnum undanfarna daga að afstaðan er einnig mjög mismunandi í fjölmennari sveitarfélögum.

Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar breytingunum og telur að „þær stuðli að sanngjarnari og einfaldari útreikningi á jöfnunarframlögum“.

Tekið er í sama streng í umsögn Akureyrarbæjar, sem fagnar framkomnum tillögum. „Það er vandasamt að vinna tillögur sem öll 64 sveitarfélög landsins verða ánægð með en tillagan er að mati Akureyrarbæjar góð til þess að auka gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og þannig að hann þjóni sveitarstjórnarstiginu,“ segir m.a. í umsögn bæjarins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert