Þyrlan kölluð út vegna tveggja göngumanna

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan fjögur í nótt vegna tveggja göngumanna við Fagrafell í nágrenni Seljalandsfoss.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að annar mannanna hafi verið í sjálfheldu og hinn hafi runnið.

Þyrlan var á Egilsstöðum í nótt og var kölluð út þaðan.

Að sögn Ásgeirs er þyrlusveitin nýkomin á staðinn og verið er að vinna í því að koma mönnunum um borð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert