Vann tæpa 11 milljarða króna

Einn heppinn maður í Þýskalandi vann tæpa ellefu milljarða í …
Einn heppinn maður í Þýskalandi vann tæpa ellefu milljarða í happdrætti Eurojackpot.

Einn heppinn Þjóðverji hlaut fyrsta vinning í happdrætti Eurojackpot í kvöld. Hann hlýtur vinninginn óskiptan, sem er tæplega 10,9 milljarðar króna. Viðkomandi keypti miðann sinn í München.

Alls voru rúmlega 447 þúsund miðahafar víðs vegar um Evrópu sem unnu vinning. Enginn hlaut annan vinning, en tveir miðahafar deildu þriðja vinningi og fær hvor þeirra rúmar 59 milljónir króna. Báðir miðarnir þeirra voru keyptir í Þýskalandi, annar í München og hinn í Wiesbaden.

Enginn hlaut fyrsta vinning í Jóker en þrír náðu þeim næsthæsta, sem var upp á hundrað þúsund krónur. Einn þeirra keypti miðann sinn á lottó.is en hinir tveir í appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert