Ekkert nema sléttur snjór í kring

Tólf fórust í sjóflóðunum mannskæðu sem féllu í Neskaupstað í …
Tólf fórust í sjóflóðunum mannskæðu sem féllu í Neskaupstað í desember 1974. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason

„Það var ægileg tilfinning að sjá snjóflóðið koma æðandi, en eftir að það skall á mér vissi ég ekki meira. Ég sópaðist með því 30-40 metra, því að þegar ég kom upp var ég töluvert langt fyrir neðan veginn. En þegar ég stöðvaðist var ég á kafi í snjó. Ég var þó svo heppinn að ég lá réttur og sá glitta í himininn fyrir ofan mig. Ég átti tiltölulega auðvelt með að rífa mig upp úr snjónum, en þegar ég kom upp vissi ég ekki hvar ég var, það var allt breytt, ekkert nema sléttur snjór allt í kring,“ sagði Ásmundur Eiríksson, ungur Norðfirðingur, við blaðamann Morgunblaðsins föstudaginn 20. desember 1974, daginn sem snjóflóðin mannskæðu féllu á byggðina í Neskaupstað, en ummælin birtust á forsíðu blaðsins morguninn eftir.

Ásmundur hafði verið einn við vinnu á bifreiðaverkstæði föður síns.

Faðir hans, Eiríkur Ásmundsson, var heima hjá sér og þegar útjaðar eins flóðsins skall á íbúðarhúsinu hringdi hann á verkstæðið og bað son sinn að forða sér.

Hann var ekki kominn nema um 20 metra frá húsinu þegar flóðið náði honum.

Kort/mbl.is

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »