„Ekkert tilefni fyrir þessari vantrauststillögu“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir ekki tilefni fyrir vantrauststillögu sem þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lagt fram á hendur Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra.

„Mér finnst Jón hafa staðið sig vel og trúi ekki öðru en að hann fái góðan stuðning frá stjórnarliðum,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is spurður um það hvernig hann liti stöðu Jóns eftir að vantrauststillagan var lögð fram.

Er afstaða þín gagnvart stöðu hans óbreytt?

„Mér finnst ekkert tilefni fyrir þessari vantrauststillögu,“ sagði Bjarni.

Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun, en flokk­arn­ir telja að Jón hafi brotið lög þegar hann breytti því hvernig um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt eru af­greidd­ar hjá Útlend­inga­stofn­un.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, sagði á þingi í dag að brotið væri grafal­var­legt og set­ji  hættu­legt for­dæmi ef þingið læt­ur það „yfir sig ganga“.

Jón tel­ur sig ekki hafa brotið lög en í sam­tali við mbl.is fyrr í dag, sagði hann alrangt að hann hefði haldið upp­lýs­ing­um frá Alþingi.

mbl.is