Maðurinn sem mokar Öxnadalsheiði

Baldur Jón Baldursson vörubílstjóri.
Baldur Jón Baldursson vörubílstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Svo samfélagið virki þurfa leiðirnar að vera greiðar,“ segir Baldur Jón Baldursson vörubílstjóri. „Sjálfur vann ég árum saman við pípulagnir og lærði þar allt um leiðslur og rör sem ekki skila sínu nema rétt séu tengd og hvergi sé tappi í pípunum.

Öðruvísi kemur ekki vatn úr krananum. Lögmálin út á vegunum eru þau sömu og þess vegna þarf að taka snjómoksturinn af krafti.“

Baldur er einn þrigga manna í liði Nesbræðra sem hafa með höndum snjómokstur og aðra vetrarþjónustu á leiðinni til norðurs út frá Akureyri.

Farið er úr húsi á tveimur bílum klukkan sex á morgnana; ekið út Kræklingahlíð frá Akureyri en á Moldhaugnahálsi greinast leiðir. Annar bílinn fer út með firði til Dalvíkur en hinn Hringveginn inn dali og um Öxnadalsheiðina að Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 27. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »