Negla fyrir glugga til að koma í veg fyrir frekara tjón

Frá húsnæði aðgerðarstjórnar í Neskaupstað.
Frá húsnæði aðgerðarstjórnar í Neskaupstað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður neglt fyrir glugga á þeim húsum sem snjóflóðið féll á mánudagsmorgun til þess að koma í veg fyrir frekara tjón. 

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn verður einnig reynt að bjarga persónulegum munum fólks. 

Veður­spá á Aust­ur­landi á næstu dög­um er ekki björt, en hættu­stig er viðvar­andi í Nes­kaupstað, Seyðis­firði og Eskif­irði.

Rýming er enn í gangi og er það Veðurstofunnar að endurmeta stöðuna hverju sinni. 

Rýming er enn í gangi.
Rýming er enn í gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert