Dulið lög­heimili gert mögu­legt fyrir þol­endur

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Mynd úr safni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Einstaklingum sem verða fyrir heimilisofbeldi af hálfu maka verður heimilt að skrá nýtt lögheimili án samþykkis maka áður en að skilnaður er genginn í gegn ef breyting á lögum um lögheimili og aðsetur verður samþykkt á þingi.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mælti fyrir breytingunni í gær en frumvarpið vann Þjóðskrá Íslanda í samstarfi við ráðuneytið.

Meginreglan er að samþykki hjóna þarf fyrir lögheimili hvort á sínum stað. Með frumvarpinu er færð inn í lög skýr undantekning á samþykkinu þess efnis að það eigi ekki við ef annað hjóna sæti heimilisofbeldi af hálfu maka. Einnig er lögð til sambærileg heimild um sambúðaraðila ef annað þeirra sætir heimilisofbeldi,” segir í tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár mun breytingin hafa áhrif á um tíu til tuttugu mál á ári. Núverandi löggjöf veiti ekki þann kost að einstaklingar sem verði fyrir ofbeldi í nánu sambandi geti fengið lögheimili sitt dulið og samþykkt án fyrirliggjandi samþykkis maka.

Úrræði þetta er ætlað þeim sem geta sýnt fram á, með staðfestingu frá lögreglustjóra að þau sjálf eða fjölskylda sé í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert