Hálf Kringlan í Hvörfunum í Kópavogi

Uraðarhvarf 16 í Kópavogi.
Uraðarhvarf 16 í Kópavogi. Tölvumynd/Beisik

Bygging níu hæða skrifstofubyggingar í Urðarhvarfi 16 í Kópavogi er langt komin og er stefnt að afhendingu fyrir árslok.

Uppbyggingin sætir af ýmsum ástæðum tíðindum á fasteignamarkaði. Þá meðal annars í ljósi þess að húsið er rúmlega 10.400 brúttófermetrar og verður því stór vinnustaður í framtíðinni.

Iðjusamir feðgar

Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri BS eigna, stýrir verkefninu en þeir feðgar, Ólafur Páll og Snorri Hjaltason, hafa nú byggt og innréttað rúmlega 30 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í Hvörfunum, eða sem svarar um hálfum grunnfleti Kringlunnar.

Ólafur Páll segir Hvörfin að styrkjast í sessi sem atvinnusvæði. Samgöngur séu greiðari en í miðbæ Reykjavíkur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »