Íbúar beðnir að huga að niðurföllum

Íbúar á Austurlandi eru beðnir að huga að niðurföllum vegna …
Íbúar á Austurlandi eru beðnir að huga að niðurföllum vegna vatnsaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna mögulegrar úrkomu í formi rigningar biður aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Austurlandi íbúa að huga að niðurföllum vegna vatnsaga, samkvæmt tilkynningu.

App­el­sínu­gul veðurviðvör­un gild­ir á norðan­verðum Aust­fjörðum til miðnætt­is í dag en bú­ast má við tals­verðri eða mik­illi snjó­komu eða skafrenn­ingi með þungri færð og lé­legu skyggni, einkum norðan til á svæðinu.

Á sama tíma verður í gildi gul veðurviðvör­un á sunn­an­verðum Aust­fjörðum. Bú­ast má við tals­verðri rign­ingu og hlýn­andi veðri, asa­hláku, auknu af­rennsli og vatna­vöxt­um.

Varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu

Verið er að skoða mögulega opnun milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal sem og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal. Báðir eru vegarkaflarnir lokaðir sem stendur.

Gert er ráð fyrir að úrkoma á Austurlandi nái hámarki síðar í dag og allar varúðarráðstafanir eru enn til staðar vegna snjóflóðahættu.

Fundur er með Veðurstofu og almannavörnum klukkan 11 í dag þar sem staðan verður metin.

Íbúar eru beðnir um að huga vel að tilkynningum í fjölmiðlum, á vef almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga, eins og segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn.

mbl.is