Maður „með vesen“ í heimahúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt þrjá ökumenn grunaða um …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt þrjá ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur heimilum. Á öðru var tilkynnt um mann „með vesen" í heimahúsi, en lögregla vísaði honum út úr íbúðinni.

Kvartað var yfir tónlistarhávaða í annarri íbúð. Lögregla fór á vettvang og bað húsráðenda að lækka í tónlistinni, sem hann lofaði að gera. 

Einnig var lögreglu tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á bar, en þegar lögregla kom á vettvang var verið að fylgja manninum heim. 

Þrír grunaður um akstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna, samkvæmt dagbók lögreglu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Kom í ljós að einn ökumannanna var ekki með gild ökuréttindi.

Hjúkrunarfræðingur var kallaður inn til að draga blóð úr ökumönnunum í þágu rannsóknar, en þeir voru allir frjálsir ferða sinna að lokinni blóðsýnatöku.

Lögregla hafði einnig afskipti af öðrum ökumanni sem ekki var með gild ökuréttindi en akstursmaðurinn játaði á sig brotið. Annar ökumaður var stöðvaður fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi. 

mbl.is