Vantrauststillagan felld á Alþingi

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. mbl.is/Hákon

Vantrauststillaga gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra hefur verið fellt á Alþingi með 35 atkvæðum sem greidd voru gegn tillögunni. 

Alls voru 22 fylgjandi tillögunni og einn þingmaður greiddi ekki atkvæði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis.

Það var Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem greiddi ekki atkvæði.

„Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum á Sandskeiði,“ sagði Tómas þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Ég trúi báðum aðilum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina