Andlát: Kári Þórisson veitingamaður

Kári Þórisson.
Kári Þórisson.

Kári Þórisson veitingamaður andaðist í Reykjavík í gær, áttræður að aldri. Hann var kunnur fyrir veitingarekstur um áratugabil og mikill miðbæjarmaður.

Kári fæddist á Krossanesi 24. apríl 1942 og ólst upp í Reykjavík og í Hvalfirði. Foreldrar hans voru Þórir Þorsteinsson, verkstjóri í Hvalstöðinni, og Jóhanna Þórey Daníelsdóttir. Systkinin voru sjö en eru nú öll látin.

Kári lærði til þjóns á Hótel Hafnia í Kaupmannahöfn. Heimkominn rak hann lengi veitingastaðinn Skeifuna við Reykjavíkurhöfn, þar sem vinnandi fólk sótti sér hressingu. Síðar stofnaði Kári veitingastaðina Caruso í Bankastræti og Litla ljóta andarungann í Lækjargötu, en hin síðari ár dvaldi hann langdvölum á Spáni.

Eftirlifandi eiginkona Kára er Guðrún Jóhannesdóttir, fædd í Hafnarfirði 26. desember 1941. Dóttir þeirra er Sigurveig matreiðslumeistari, gift Agli Helgasyni fjölmiðlamanni, en sonur þeirra er Kári tónlistarmaður.

Kári fékk friðsælt andlát á líknardeild Landakotsspítala í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »