Bíll með hestakerru valt

Bíll með hestakerru valt á Suðurlandsvegi skammt frá Litlu kaffistofunni á þriðja tímanum í dag. 

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisisn barst tilkynning klukkan 14:45 um atvikið og sjúkrabíll og dælubíll voru sendir á vettvang.

Að sögn varðstjóra var aðeins einn hestur um borð í kerrunni en bæði ökumaður og hestur sluppu ómeiddir. 

Dælubífreið var send til öryggis til að tryggja að það væri ekki olíuleki eða leki annarra efna á svæðinu, en slysið varð á vatnsverndarsvæði. Það virðist þó hafa sloppið betur en á horfðist. 

mbl.is