Erill hjá slökkviliði síðasta sólarhringinn

Frá brunanum í Garðabæ í vikunni.Dælubíl lagt til að fæða …
Frá brunanum í Garðabæ í vikunni.Dælubíl lagt til að fæða annan af vatni meðan verið er að leggja á brunahana. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn en farið var í 122 sjúkraflutninga og þar voru 43 forgangsflutningar.

Á sama tíma var dælubíll ræstur út í fjórgang. Í tveimur tilvikum af fjórum var um að ræða útkall þar sem grunur var um eld en slökkviliðið tekur slíkum útköllum jafnan alvarlega. Sem betur fer var grunurinn ekki á rökum reistur í þau skipti.

mbl.is